Forsíða Meðganga Nöfn Öryggi barnsins

Nöfn

Það er fátt skemmtilegra en að leita að nafni á nýjasta fjölskyldumeðliminn. Margar hugmyndir hafa eflaust brotist um í kolli verðandi foreldra og erfitt að finna rétta nafnið. Hér getur þú lesið um nöfn, hvað þurfi að hafa í huga við val á nafni, og umfram allt leitað eftir nafni í sérhannaðri Nafnavél.


Nafnavélin


Kyn:

 

Verið velkomin í nafnavélina!
Hér getur þú leitað að nafni, mátað nöfn við eftirnafn í öllum beygingarmyndum, fengið upplýsingar um vinsældir allra íslenskra nafna, séð rithátt nafna og margt fleira.

Mjög auðvelt er að leita með Nafnavélinni. Hægt er að skrifa byrjun nafns, til dæmis "Fr" í leitarreit og fá þá öll nöfn sem byrja á Fr (Friðrik, Friðjón, o.s.frv.)

Vélin inniheldur öll leyfileg íslensk nöfn sem til eru. Ef nafnið finnst ekki hér í Nafnavélinni þarf að sækja um það sérstaklega hjá Mannanafnanefnd. Nánar er fjallað um það hér til vinstri undir liðnum reglur um nöfn.