Forsíða Meðganga Nöfn Öryggi barnsins

Meðganga

Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.



Fæðingarsögur

Vilt þú deila þinni reynslu?

Margar konur hafa sent okkur fæðingarsögur sínar og hjálpa þannig til við að deila reynslu sinni með öðrum konum í sömu sporum. Endilega sendu okkur þína sögu á netfangið og tilgreindu hvort þú vilt að sagan birtist nafnlaust eða með nafni. Við þökkum öllum þeim kærlega fyrir sem senda okkur sína sögu. Allar sögur eru birtar hér óbreyttar frá sendanda.

Saga 1: Frumburðurinn
Saga 2: Vatnsfæðing 1. mars 1997
Saga 3: Fæðing 14. nóvember 2005
Saga 4: Fyrsta barn mitt
Saga 5: Hugaður Huginn
Saga 6: Frumburðurinn


Saga 1: Frumburðurinn

Mitt fyrsta barn fæddist með látum á miðvikudagsmorgni 19.maí 1993. Dagurinn fyrir fæðinguna er mér mjög minnisstæður og eins manninum mínum. Þannig var að mjög heitt var í veðri og ég var í mjög vondu skapi. Allt gekk á afturfótunum (gerði það í raun ekki en mér fannst það). Öskraði fram og til baka á karlinn minn og kenndi honum um allt sem miður fór. Á þessum tíma vorum við hjá foreldrum okkar og það bætti ekki skapið :-/ Ég var meira að segja farin að öskra á foreldra mína og þá má mikið ganga á. Mamma sagði einmitt að nú næstu nótt myndi barnið örugglega koma. Ég sagði að hún hefði nú bara ekki hundsvit á því og barnið kæmi sko alls ekki næstu nótt ! Klukkan 5 um nóttina vaknaði ég með stingi í maganum og hélt að ég væri að fá einhverja magakveisu. Fór fram og settist á klósettið en svo merkilegt nokk að ekkert gerðist þannig að ég lagðist aftur upp í. Vakti manninn og kvartaði yfir því að ég þyrfti svo að fara á klósettið en gæti það ekki. Hann hummaði eitthvað og ákvað að hringja upp á fæðingadeild. Þar talaði hann við ljósmóðir og sagði henni að konan sín væri búin að rembast í klósettið í nokkrar mínútur. Hún bað okkur vinsamlegast um að drífa okkur upp á fæðingadeild. Klukkan var tuttugu mínútur yfir 5 þegar við lögðum af stað upp á fæðingadeild vitandi að ekki væri ég að fá magapínu heldur að fara að fæða barn! Þegar á fæðingadeildina var komið var útvíkkun nær lokið og vatnið fór þegar ljósmóðir skoðaði mig. Þá fór allt á fullt og daman kom með látum tveim tímum frá því að móðirin vaknaði haldandi að hún væri að fá magapest !

Saga 2: Vatnsfæðing 1. mars 1997

Samkvæmt sónar áttum við hjónin von á okkar öðru barni í kringum 15.febrúar en það lét bíða eftir sér. Ég var lögð inn vegna hækkaðs blóðþrýstings fjórum dögum áður en barnið fæddist. Á meðgöngunni var ég búin að hitta Áslaugu Hauksdóttir ljósmóðir og var hún búin að ræða við mig möguleikann á því að fæða í vatninu þar sem allt gekk ljómandi vel á meðgöngunni. Ég var alls ekki á því þar sem ég var hrædd við þessa nýju aðferð. Áslaug útskírði allt mjög vel fyrir mér og enn var ég á því að þetta væri of hættulegt fyrir barnið. Seinna var ég lögð inn og við ræddum þetta ekkert meir. Ég var búin að heyra af því að ein kona hefði fætt í vatninu og var hún sú fyrsta á landinu að fæða í vatni og allt gekk ljómandi vel hjá henni. Ákveðið var að ég yrði sett af stað 1. mars þar sem ég var komin 42 vikur og ekkert bólaði á að ég væri að fara af stað. Klukkan 14:30 var byrjað, ég fékk stíla sem ekkert virkuðu og gerðu lítið og síðan fékk ég dripp. Drippið gerði lítið fyrir mig. Klukkan 18:30 kom Áslaug á vaktina og spurði mig hvort ég vildi nú ekki prófa að vera í vatninu þegar verkirnir kæmu og svo gæti ég þá bara farið upp úr til að fæða. Jú ég vildi það gjarna því í vatni líður mér alltaf best. Hún lét renna í baðið og skoðaði mig síðan. Ekkert var að gerast komin reyndar með um 4 í útvíkkun en litlir sem engir verkir voru ennþá. Fimmtán mínútum seinna sprengdi Áslaug belgina hjá mér og um leið fékk ég sterka og góða verki og skellti mér í baðið. Þar leið mér dásamlega fann ekki fyrir neinum verkjum þó svo að ég fyndi að samdrættirnir væru kröftugir. Ég lét Áslaugu vita að ég færi ekki upp úr fyrr en barnið væri komið :. Hún hljóp til og kallaði á aðstoð (lækni og aðra ljósmóður) þar sem lítil reynsla á vatnsfæðingum væri á spítalanum. Eftir smástund fékk ég rembingsþörf og lét ljósmóðir vita af því sem athugaði útvíkkunina sem var komin í 10! Þá var það bara að rembast. Ég hélt sjálf við spöngina í fæðingunni og fann þegar kollurinn var komin sem var dásamlegt tilfinning. Annar rembingur og höfuðið var komið sem ég hélt utan um og enn einn og barnið kom ég tók barnið sjálf upp og hélt því þétt að bringu mér. Ég tók sem sagt sjálf á móti þessum líka fallega og vel skapaða 14 marka dreng klukkan 19:30. Allt ferlið eftir að góðir verkir fóru að koma tók klukkutíma. Tilfinningin var ótrúleg ég fann að samdrættirnir væru sterkir og kröftugir en sársaukinn var enginn. Ég var sallaróleg allan tímann og ræddi við ljósmóðir um það sem var að gerast. Var með fulla meðvitund og man hvert atriði vegna þess að enginn sársauki var til að deyfa tilfinningar mínar og minni gagnvart fæðingunni.

Saga 3: Fæðing 14. nóvember 2005

Mætti galvösk upp á sjúkrahús suðurlands til að fæða mitt þriðja barn. Ég var búin að eyða síðastliðnum tveimur mánuðum í spítalavistir hér á suðurlandi og í bænum bæði út af meðgöngukvilla og fleira. Við hjónin áttum að mæta klukkan 10 um morguninn í gangsetningu. Ég var komin 40 vikur og meðgangan var ekki búin að ganga eins vel og hinar tvær, ég orðin mjög þreytt enda búin að vera inn og út af sjúkrahúsum allt haustið. Ljósmóðir skoðaði mig og lítið var farið að gerast 2-3 í útvíkkun og lítið þynntur leghálsinn, en það var búið að vera þannig s.l þrjár / fjórar vikur. Ákveðið var að hætta við gangsetningu og senda mig heim en ég átti að koma aftur um kvöldið og fá stíl. Það var og, ég mætti klukkan 9 um kvöldið og fékk stíl. Maðurinn minn fór heim og ég sagðist hringja í hann ef eitthvað myndi gerast. Svo fór ég að sofa og vaknaði ekki fyrr en klukkan var að verða 7 um morguninn eftir, við það að ljósmóðir kemur inn til mín til að athuga leghálsinn. Hann var enn 2-3 og lítið þynntur. VONBRIGÐI... hún setti því annan stíl upp. Klukkan 11 um morguninn var ákveðið að fara með mig inn í fæðingarherbergi og gera eitthvað róttækt því stílarnir virkuðu ekkert ásamt nálastungum og slökun og fleira. Þá fékk ég dripp og við hjónin vongóð um að okkur myndi fæðast þriðja barnið fljótlega : Ég skoðaði fæðingarherbergið og var ákveðin í að prófa róluna, pottinn, púðann og gera þetta svolítið almennilega svona í síðasta skiptið :-/ Klukkan tifaði og lítið gerðist. Góðir túrverkir sem ég var búin að þjást af síðastliðna mánuði voru eins og ég var sallaróleg. Klukkan 14 eftir hádegi ákvað ljósmóðir að reyna að sprengja belgi hjá mér og leghálsinn var þá opinn 3-4 mýktur og aðeins styttri en áður... arrrggg lítið að gerast enn. Kollurinn stóð hátt uppi og ekki líkur á því að barnið myndi fæðast fyrr en um kvöldið. Ljósmóðirin reyndi að sprengja belgina og við töldum að það hefði ekki tekist allavega kom ekkert vatn. Klukkan 14:15 finn ég að ég er að fá verki jibbí loksins gerist eitthvað Ég byrja að vagga mér og anda og ljósmóðirin minnkar drippið því verkirnir eru það góðir. Ég fór að hugsa um hvað ég ætti að prófa en úpps enginn tími því ég þarf að rembast og upp á bekk til að athuga útvíkkun. Jú jú útvíkkun orðin 8-9 ! Klukkan 14:40 fæddi ég fallega og velskapaða stelpu. 3.720 gr og 51 cm.... Talandi um sprengju.... Maðurinn minn fékk áfall ásamt ljósmæðrum og lækni. Það sem er hægt að leggja á þessi litlu kríli.

Ég ætlaði að prófa pottinn! Ég ætlaði að prófa róluna en hvað GERÐIST? Sjokkið varð gífurlegt og satt að segja er ég ekki enn búin að jafna mig. Það sem ég lærði af þessu er að setja sér ekki neinar væntingar til fæðinga !!

Þriggja barna móðir á Suðurlandi.

Saga 4: Fyrsta barn mitt

Áætlaður fæðingardagur var 21.janúar 2006. Sama dag, eða kvöld, sat ég fyrir framan tölvuna eins og vanalega að leggja kapal. Svo kl. hálfátta fékk ég þennan rosa túrverk og fór alveg í kerfi og sagði kærastanum frá sem pældi ekki meir í þessu. Og ég beið og beið eftir fleiri verkjum, en mér til mikillar mæðu, gerðist ekki meir þann dag. Við ætluðum að fara að sofa um hálfþrjú. Við lögðumst uppí rúm og slökktum ljósið. Þá fór ég að finna þennan svaka verk í mjóbakið og fór fram í tölvuna þarsem ég talaði við tengdó sem ráðlagði mér að fara í sturtu. Ég gerði það og lagðist uppí rúm en verkirnir versnuðu bara við það. Þá fór ég að finna fyrir túrverkjum líka og leist sko ekkert á blikuna, fór alveg i kerfi, grét á meðan kallinn hringdi uppá fæðingardeild og ég labbaði útum alla íbúð, grenjandi af stressi og leitandi að sokknum mínum.

Kl.3 var ég komin uppá fæðingardeild suðurnesja og þar var ég sett í mónitor sem staðfesti að hríðarnar væru byrjaðar með 10-15 mínútna millibili. Og ég vara BARA komin með tæplega 1 í útvíkkun! Þá ákvað ljósmóðirin að hringja á sjúkrabíl því skurðstofan var lokuð og þarsem ég var með mjög lítið grindarmál og ekki víst að ég gæti átt barnið eðlilega, þá sendi hún mig með bíl inneftir vegna veðursins. Ég man ekki alveg hvenær við komum í Reykjavík en held það hafi verið um 5 leytið.

Svo um klukkan sex var ég komin í mónitor og allt og tjekkað á útvíkkun sem var ennþá bara 1. Þá var ég komin með tiltölulega mikla verki og hugsaði um að biðja um deyfingu. Stuttu seinna fékk ég væga deyfingu með sprautu í lærið.

Ég náði að dotta á milli hríða, sem voru nú með 5 mínútna millibili. Á þessum tíma lá Gummi sofandi í feðraherberginu og mamma og vinkona mín voru sofandi inni hjá mér. Um hádegi (held ég) var ég búin að prufa glaðloft við verkjum en virkaði ekki og grátbað um deyfingu. Þá var ég með kannski svona 2 í útvíkkun og ekki að ganga vel hjá mér. Fékk dripp í æð til að koma hríðunum af stað og stuttu seinna urðu verkirnir svo slæmir að ég grenjaði og öskraði hástöfum!

Um 4 leytið var ég með 2-3 í útvíkkun og búin að fá langþráða mænudeyfingu og farin að slappa aðeins af. Um fimmleytið voru verkirnir óbærilegir og þá var útvíkkunin allt í einu komin í 9 og ég mátti byrja að rembast. Ég rembdist, öskraði og grenjaði, var með óráði vegna sársauka en svo þegar hausinn var kominn hálfur út þá var mér sagt að stoppa að rembast!!! Ég alveg óð og gargaði á þær hvað þetta væri vont , hausinn hálfur út og ég að deyja!

Svo kl. 17:34 22.janúar '06 fæddist fallegasta barn sem ég hef á ævinni séð! Og verkirnir strax gleymdir :) Mamma hágrenjandi, Pabbinni í sjokki og vissi ekki hvernig hann átti a vera og ég spurði bara hvort allt þetta blóð væri eðlilegt. En stelpan var 12 merkur (3005gr) og 49 cm með 34 cm í höfuðmál. Alveg fullkomlega heilbrigð, grét eiginlega ekkert og svo fékk ég hana í fangið og svo hélt pabbinn og amman á henni til skiptis meðan ég var saumuð. Það voru saumuð 2 spor í mig og ég fann ekkert fyrir því, enda búið að dæla í mig deyfingu. Mamma kom hágrenjandi fram þar sem allir héldu að eitthvað hefði komið fyrir miðað við öskrin og svo náttla mamma grenjandi en svo komu amma og fósturpabbi minn og fleiri held ég að kíkja á mig og stelpuna sem var með sætan skakkan nebba við fæðingu og fullkomlega heilbrigð.

- Eva Hjartardóttir

Saga 5: Hugaður Huginn

Hæ ég heiti Huginn Þór og þetta er sagan af minni fæðingu. Ég fæddist 21.nóvember 2000. Ég er fyrsta barn mömmu og þriðja barn pabba, svo að pabbi var vel tilbúinn að taka á móti mér. Eftir að hafa átt að fæðast á fimmtudegi sem var 16.nóvember 2000, og ég ekki kominn var ákveðið í mæðrarskoðun á föstudeginum að ef ég væri ekki kominn á mánudegi þá skyldi sprengja belginn.

Helgin líður í rólegheitunum hjá mömmu og pabba og stóri bróðir bíður hjá mömmu sinni. Þótt pabbi bauli mikið á mig og segi mér að koma út, mamma er líka dugleg að spila tónlist fyrir mig. Sunnudaginn 19.nóvember byja hríðar klukkan 11:00 hjá mömmunni og voru á 30 mín. fresti, en hún segir engum frá, ekki einu sinni pabba!

En hún og pabbi fóru að skoða íbúð og mamma kjagar með mig út og fer að skoða. Klukkan 14:00 segir mamma loksins pabba frá, þá er líka farið að líða styttra á milli verkjanna. Stuttu seinna hringir mamma í ömmu Ernu og segir henni að ég sé farinn að undirbúa mig undir að koma í heiminn :)

Mamma heldur áfram að vera hjá pabba að horfa á DVD og er hin rólegasta enda búast þau bæði við mikilli bið. Mamma vonar bara vatnið fari ekki því það mátti ekki. En svo klukkan 21:00 er farið að vera enn styttra á milli verkjanna, eða 5 mín.

Svo að pabbi keyrir með mömmu niður á kvennadeild og þar er mamma sett í mónitor og látin bíða inni í herbergi með pabba, hann segir mömmu að þetta geti allt tekið tíma og að þau verði að vera þolinmóð.... mamma var ósköp róleg og alveg tilbúin.

En þau voru send heim og sagt að koma aftur þegar væru 30-60 sek. á milli hríðanna. Mamma og pabbi eru varla lögst í rúmið heima hjá ömmu og afa en að hríðarnar verði verri og tíminn á milli nær ekki 1 mín. Svo að pabbi greip töskuna okkar mömmu og útí bíl með okkur og beint uppá deild. Mamma og pabbi voru komin um klukkan 23:30 uppá spítala aftur og núna voru þau sett í herbergi til að hvíla sig... og mamma fékk sprautu til að leggja sig.

Pabbi lagði sig líka með mömmu. Svo á mánudagsmorgun er mamma færð inn á fæðingarstofu. Þar tók ljósmóðir á móti okkur ásamt nema og ekki fannst mömmu þessi ljósmóðir vera neitt almennileg en neminn var frábær. Tók nú við mikil bið og mikil þjáning.Ég ákvað bara að flýta mér ekkert og neitaði að koma út. Hríðarnar voru mjög reglulegar og verkirnir miklir. Og mömmu gekk mjög vel með glaðloftið sitt og pabbi spjallaði heilmikið og tók upp myndir.

En ljósmóðirin vildi fá kröftugir hríðar og gaf mömmu dripp..... en hún gleymdi að stilla drippið og átti erfitt með að setja upp legginn, pabbi varð að hjálpa til með það. Þar sem að drippið sem mamma fékk var ekki rétt stillt fór fæðingin nú öll í klessu. Mamma man eftir að hafa farið að gráta af hræðslu og svo verður allt svart. Svo man hún eftir að vera sitjandi á rúminu, haldandi utan um höfuðið hans pabba og veit að hún á vera kjur.... þá var verið að mænudeyfa mömmu.

Svo man hún ekki meir fyrr en komið er kvöld á mánudeginum. En þá var komin ný ljósmóðir sem var rosalega góð við mömmu. Þá var búið að gefa mömmu róandi og svona svo hún gæti hvílt sig. Amma Erna kom nú um nóttina til að fá að fylgjast aðeins með en fór áður en aðalfjörið byrjaði. Þegar líður á nóttina fara hríðarnar að versna. Klukkan 03:30 um nóttina byrjar rembingurinn og núna á ég að koma út.

Afi Geiri frá Bahamas, hringdi á meðan á því stóð og vildi fá að tala við mömmu, en hún gat ekkert talað við hann.En það gekk illa í rembingnum, og stóð hann yfir í þrjá og hálfan tíma. Þá loksins með hjálp sogklukku og eftir að mamma var klippt, kom ég, en þá var farið að ræða um að ná í mig með keisara. En ég vildi greinilega ekki láta skera mömmu mína og kom loksins, þá var klukkan 06:58 á þriðjdagsmorgni.

Vá hvað mamma varð glöð að fá mig loksins í fangið sitt og auðvitað var pabbi að springa úr stolti að taka videomyndir af mér. Svo fékk ég auðvitað að fara beint á brjóstið og það var sko gott. En eftir fæðinguna þurfti að taka mömmu frá mér og senda hana í aðgerð. Á hádegi á þriðjudeginum kemur mamma úr aðgerðinni og við fáum að hittast aftur. Við þurftum að vera á spítalanum í 5 daga því mamma var svo veik. Mamma þurfti að fá blóðgjöf, 2 1/2 L.til baka, en það var sko ekki gaman því hún átti svo erfitt með að taka mig upp meðan hún fékk blóðið. Svo hringdi afi Geiri aftur og fékk að heyra í mömmu og að heyra alla fæðingarsöguna.

En loksins á fimmta degi fengum við að fara og kom pabbi að sækja okkur. Amma tók auðvitað vel á móti okkur og það var rosalega gott að komast heim.

Ég mældist:

lengd 51 sm.

þyngd 3.210 gr.

eða tæpar 13 merkur

-Rannveig Ásgeirsdóttir

Saga 6: Frumburðurinn

Ég var sett 14. september 2003 með mitt fyrsta barn.

Meðgangan var búin að vera fín, var pínu flökurt fyrstu mánuðina eiginlega alla meðgönguna. Ég var send komin 5 og hálfan mánuð í sykurþolspróf og var greind með meðgöngusykursýki, þurfti að mæla mig 5 sinnum á dag. Ég var alltaf þreytt svaf og vann, sofnaði meir að segja í bíó á Matrix reloded.

Í endan á meðgöngunni var sykurinn farinn að fara ískyggilega hátt en það var bara vika eftir svo að ég slapp með að fá insulínsprautur. Við (pabbinn og ég) mættum stundvíslega uppá meðgöngudeild kl21 á sunnudagskvöldinu 14. sept. eftir að hafa átt voðalega kósí svona ein helgi, fórum að borða á Pizza Hut á laugardagskvöldinu, fórum í sund og stórann göngutúr á sunnudeginum og svo grilluðu afinn og amman læri og fínheit. Stíllinn var settur upp um klukkan tíu, verkirnir byrjuðu strax en ég er svo sloj að ég sagði eftir um 20 mín ohhhh ég held ég sé að fá í magann, duhhhh. en svo fylgdumst við með monitornum og "magaverkirnir" voru samdrættir á 2 mínútu millibili. Um miðnættið þurfti kærasti minn að fara heim og ég tók svefn töflu, vakanaði 3 og hálfum tíma seinna og verkirnir höfðu versnað aðeins, fór á röltið. Um 6 leitið kom ljósan og mældi útv. hún var orðin 3 og myktur svo hún rauf belginn og þá jukust verkirnir allsvakalega. Ég beið eins lengi og ég gat með að hringja í liðið, en um sjöleitið hringdi ég í pabbann, mömmu mína og pabba og Höbbu vinkonu, en hún ætlaði að nudda mig við verkjunum. Pabbinn var bara 5 mínútur á leiðinni en kom svo uppúr krafsinu að hann gisti hjá vini sínum hinu megin við götuna. amman og afinn komu um áttaleitið og Habba kom korteri seinna.

Verkirnir voru alltaf með 2 mín á milli, mér leið best liggjandi á hliðinni í fósturstellingu með Höbbu nuddandi bakið, ég datt algjörlega í minn eigin heim þegar verkirnir voru en opnaði svo bara augun og hélt áfram að tala um það sem við vorum að tala um áður.

Um ellefu um morguninn fengum við að fara í stærri stofu með baði, sem ég fór í. En baðið hægði á útvíkkuninni hjá mér svo að ég fékk dripp um eitt leitið, mæli ekki með því þetta var eins og keyra á vegg, eftir 6 samdrætti var ég búin á því og vældi um verkjalyf vildi fá pededín í lærið, en við skoðun kom í ljós að ég var kominmeð 7-8 í útv. og eina sem var hægt var mænudeyfing, eftir um 20 mín fannst svæfingalæknirinn og þvílíksæla......í um 5 mínútur en þá kom þessi svaðalegi rembingur ég hristist öll þegar ég var að berjast á móti honum í skoðun sem reyndist vera10 og þá var bara sagt gjörðu svo vel, ég rembdist í klukkustund og þá fæddist þessi yndislega fallega dama kl 16:21 ljósan sagði að þetta hefði verið fullkomin fæðing. allir voru viðstaddir, daman fór strax á brjóst, en hún mældist mjög lág í sykri svo að ljósan hljóp með hana uppá vöku, daman var uppá vöku í 5 klst en þurfti ekki að fá í æð því að móðurmjólkin hjálpaði.

Hún fæddist 56cm og 15 og hálf mörk

- Bryndís