Forsíða Meðganga Nöfn Öryggi barnsins

Meðganga

Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.



Mataræði

Á meðgöngunni er mikilvægt að borða holla og innihaldsríka fæðu. Þó er margt sem þarf að forðast og annað sem þarf að umgangast af varkárni þar sem gæta þarf þess að væntanlegi fjölskyldumeðlimurinn fái nú allt sem til þarf. Talið er móðirin þurfi 300 kaloríur aukalega á hverjum degi meðgöngunnar.

Hvernig fæða er æskileg?

Barnið þarfnast allra þeirra næringarefna sem finnst í venjulegu og hollu fæði. Ráðlegt er að borða trefjaríka og fitusnauða fæðu. Til dæmis grænmeti, ávexti, fiskmeti, magurt kjöt, léttar mjólkurvörur og gróft brauð. Gæta þarf vel að því að allt grænmeti sé vel hreinsað og skolað fyrir neyslu sem og að kjöt og fiskur sé vel eldað í gegn. Mjólkurvörur á meðgöngu er æskilegt að skoða vel. Til dæmis er kalkmagn Fjörmjólkur mun meira en Nýmjólkur og hitaeiningar færri.

Er eitthvað sem þarf að forðast?

Það eru nokkrir hlutir sem ekki er mælt með að barnshafandi konur borði. Lifur er uppfull af A vítamínum sem talin eru skaðleg fyrir fóstrið. Sama gildir um afurðir unnar úr lifur svo sem lifrapylsu og lifrakæfu. Margur skyndibiti og slík óhollusta getur innihaldið mikið magn fosfórs en slíkt hefur áhrif á getu líkamans til að vinna kalk úr fæðu og þar sem fóstrið þarfnast mikils magns af kalki er ráðlegt að láta slíkt vera sem og gosdrykki, unnar kjötvörur, og þess háttar. Margir næringarfræðingar mæla gegn neyslu á hnetum á meðgöngu og þegar barnið er á brjósti en sú ráðgjöf tengist exemi eða ofnæmi sem hnetur geta valdið.

Hvað með fisk?

Fiskur er ákaflega hollur og oftast á viðráðanlegu verði. Hann ætti að borða um tvisvar í viku. Þó er mikilvægt að sneiða alfarið hjá hráum fiski, þar með töldu sushi og þess konar réttum, en í hráum fisk getur reynst kvikasilfur sem haft getur mjög skaðleg áhrif á barnið. Sama gildir um reyktan og grafinn lax. Þó ætti að sneiða einnig hjá hákarli, fýl, fýlseggjum, sverðfiski, stórflyðru, þorskalifur og súrsaðan hval.

En osta?

Hérlendis er engin hætta búin af neyslu osta en ef verið er á ferð erlendis er ráðlegt að sneiða hjá neyslu mygluosta s.s. Brie, Camenbert og Gráðosta vegna mögulegrar sýkingarhættu.

Má taka vítamín?

Á meðgöngu er ekki mælt með sérstakri inntöku vítamína og steinefna, umfram það sem er í fæðu, nema læknir eða næringarfræðingur ráðleggi sérstaklega svo um. Eins og áður sagði getur A-vítamín valdið skaða á fóstri og ætti því að forðast neyslu þess nema í hófi. Þó eru nokkur atriði sem vert er að nefna varðandi vítamín. Til dæmis er Fílónsýra talin mjög góð fyrir barnshafandi konur, hana má bæði taka í töfluformi eða í formi grænmetis, ávaxta eða með vítamínbættu morgunkorni. Æskilegt er að neyta járnríkrar fæðu en ekki er ráðlegt að taka járn sérstaklega. Kalk er æskilegt á meðgöngu en þó í hófi. D vítamín er æskilegt og er algengast að taka lýsistöflur til að tryggja nægilegt magn D vítamíns. Gæta þarf þess þó að taka ekki of mikið lýsi þar sem það inniheldur A vítamín einnig - sem getur í of miklu magni verið skaðlegt fyrir fóstrið. Á markaði eru sérstök vítamín fyrir óléttar konur þar sem búið er að stilla upp réttum skammti miðað við aðstæður í líkama óléttrar konu.

Eitthvað annað?

Ráðlegt er að sneiða alfarið hjá hráu kjöti til að forðast matarsýkingar.

Stuðst var við gögn frá Landslæknisembættinu, úr fræðibókum og upplýsingar frá Ljósmæðrafélagi Íslands við ritun textans.