Forsíða Meðganga Nöfn Öryggi barnsins

Meðganga

Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.



Fósturþroski

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11  12  13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38
 

Vika 12

Nú eru vöðvar farnir að svara heilanum en aðeins er um ósjálfráð viðbrögð að ræða þar sem heilinn hefur ekki náð nægum þroska til að stýra vöðvum og öðru. Vegna þess að heili og vöðvar þroskast nú samhliða getur barnið beygt hendur sínar, snúið úlnliðum og olnbogum og opnað og lokað höndum. Hreyfigeta myndast í andliti og getur barnið nú kreppt augabrýr sínar og hreyft varir. Legkakan byrjar að starfa með eðlilegum hætti í þessari viku. Naflastrengurinn tekur við sem aðal miðlun blóðs til barnsins. Hér er barnið 10 cm á lengd og 45 grömm.

Myndir

 

Lengd og þyngd fósturs