Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Í þessari viku mun barnið að öllum líkindum opna munninn í fyrsta sinn. Munnvatnskirtlar og raddbönd taka á sig mynd. Augun eru nú fullkomlega þroskuð en himnan sem síðar verður að augnlokum liggur enn yfir þeim. Hendur og fætur þroskast með miklum hraða í þessari viku. Hjartað slær á þessum tímapunkti um 150 sinnum á mínútu. Fóstrið er um 10 grömm og um 5,5 cm.