Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Nú taka tennur að myndast. Fyrst verða til vísar að fullorðinstönnum sem eru ofar en barnatennur. Framar fullorðinstönnum eru barnatennur sem myndast á næstu dögum. Barnið verður á þessum tíma mjög mikið á hreyfingu, spyrnir fótum, hristir sig, og reynir á þol kviðarins með bæði höndum og fótum. Barnið sefur einnig mikið eða um 20 klst á dag en á það til að vakna einmitt þegar móðirin ætlar að hvíla sig. Barnið er nú orðið um 21 cm á lengd og um 270 grömm.