Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Á enda þriðju viku er fóstrið vel skorðað við vegg legsins. Verðandi barn er því ekki lengur aðeins frjóvgað egg heldur er orðið að fóstri. Á þessum tíma fara heili og hryggur að taka á sig mynd. Form fóstursins breytist einnig og legkakan tekur að myndast. Hjartað er enn í mótun en er þegar farið að slá!