Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Fóstrið er nú orðið að um 150 frumna massa. Massinn skiptist í 3 lög þar sem hvert lag þroskast á sjálfstæðan hátt. Innsta lagið mun þroskast í að verða að öndunarfærum, meltingarfærum, ákveðnum kirtlum á borð við lifrina, brisið, skjaldkirtilinn sem og hóstakirtilinn. Miðjulagið verður vægast sagt undir álagi! Það lag verður síðar að beinum og brjóski, blóðrásinni (hjarta og æðum), innra lagi húðarinnar, vöðvum, meltingarkerfi, afturhrygg, lendum, kynfærum og ytri svæðum líffæra. Ysta lagið myndar svo heila og taugakerfi ásamt húð, hári og nöglum. Á annarri viku flakkar fóstrið frjálst um legið.