Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Barnið hreyfir sig nú minna en áður þar sem pláss til hreyfinga er orðið mjög lítið. Barnið er orðið stórt og legið rúmar ekki nema ákveðið mikið. Lappirnar eru krepptar við hné og hendur eru krosslagðar og hakan hvílir á bringunni. Ef barnið hefur ekki enn snúið sér og skorðast rétt mun það líklega gera svo í þessari viku. Ef barnið hins vegar skorðar sig ekki mun læknir ráðleggja um næstu skref. Lungun fara nú í það ferli að undirbúa sig fyrir fyrsta andardrátt barnsins þar sem lungu taka inn súrefni. Barnið er nú um 1,7 kg að þyngd og 39 cm að lengd.