Forsíða Meðganga Nöfn Öryggi barnsins

Meðganga

Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.



Fósturþroski

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15  16  17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38
 

Vika 16

Barnið hefur lært að sjúga. Rannsóknir hafa sýnt að ef bitur vökvi kemst í legið hættir barnið að kyngja en ef vökvinn er sætur kyngir barnið tvöfalt meiru magni. Barnið getur einnig fengið hiksta um þetta leyti. Barnið byrjar að bregðast við sjónrænu áreiti og notar hendur sínar til að verja augun fyrir sterku ljósi fyrir utan móðurkvið. Barnið er farið að hreyfa sig talsvert og hefur nú meira pláss en áður í kviðnum. Algengt er að mæður finni vel fyrir hreyfingum þegar hingað er komið. Þyngd barnsins er um 160 grömm og lengd 17,5 cm.

Myndir

 

Lengd og þyngd fósturs