Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Við lok fimmtu viku meðgöngunnar er undirstaða heilans, beinmergs og taugakerfisins komin á sinn stað. Heilafrumur taka að myndast og fjölga sér með miklum hraða eða 250.000 á mínútu. Augu, eyru og munnur taka einnig á sig mynd. Vefur myndast sem síðar verður að hrygg og kviðarvöðvum. Hjarta barnsins tekur að slá með reglulegum hætti en fram til þessa hefur hjartað verið á utanverðum líkamanum og ekki enn komið á sinn stað í brjóstholinu. Barnið er þegar hér er komið við sögu um 5 - 7 mm að stærð.