Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Þegar hér er komið við sögu fer höfuðið að taka á sig mynd, litlar holur sýna þann stað sem augu og eyru verða. Meltingarvegurinn er í mótun og er munnurinn lokaður. Vefurinn sem tengir fóstrið við legið breytist í naflastreng. Hryggur tekur á sig fasta mynd. Frumnaklasi sem síðar verður að eistum eða eggjastokkum myndast. Stærð fóstursins á þessu stigi er um 9 - 14 mm og þyngd þess um 1,5 gramm.