Forsíða Meðganga Nöfn Öryggi barnsins

Meðganga

Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.



Fósturþroski

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14  15  16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38
 

Vika 15

Nú byrjar barnið að heyra. Vökvinn sem umlykur barnið gerir það að verkum að hljóð berast auðveldlega að eyrum barnsins. Barnið heyrir í hjarta móðurinnar, maga hennar og rödd. Hljóð utanfrá heyrist einnig að einhverju marki. Hins vegar er heilinn enn ekki nægilega þroskaður til að greina og meta hljóðin eðlilega. Fyrsta hárið kemur venjulega á þessum tíma og ljósar augabrúnir myndast. Mjög ljós lag hára myndast og gerir barninu kleyft að halda jöfnum líkamshita. Í flestum tilvikum er þetta lag hára horfið þegar kemur að fæðingu. Barnið er nú 16 cm langt og 135 grömm að þyngd.

Myndir

 

Lengd og þyngd fósturs