Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Litlar línur sjást nú á fingrum og lófum sem síðar verða að fingraförum. Taugafrumur hafa nú náð þroska og byrja bráðum að tengjast saman og mynda heilstætt taugakerfi. Vísar fullorðinstanna, sem eru alla tíð í barninu fyrir ofan barnatennur, eru nú á sínum stað og vísar barnatanna taka að þroskast. Barnið er nú 28 cm langt og 550 grömm að þyngd.