Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Á þessum stigspunkti getur barnið sett þumalinn upp í munn sinn. Barnið getur á þessum tíma í fyrsta sinn grátið sem er mikilvægur eiginleiki. Bein byrja að harðna. Húðin þroskast áfram og styrkist og getur nú þolað betur vökva í leginu og viðhaldið stöðugum líkamshita barnsins. Hér hægist talsvert á vexti og verður hann stöðugur það sem eftir er meðgöngunnar. Barnið er nú 32 cm langt og 750 grömm.