Forsíða Meðganga Nöfn Öryggi barnsins

Meðganga

Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.



Fósturþroski

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17  18  19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38
 

Vika 18

Barnið getur nú heyrt hljóð sem koma utan frá í gegnum móðurkvið. Hljóðin eru þó dempuð mjög og líkjast því þegar talað er í gegnum kodda. Ef hávært hljóð heyrist þá lyftir barnið höndum sínum til að verja eyrun fyrir hávaðanum. Barnið jafnvel spyrnir við fótum eða grefur sig í legið til að fela sig fyrir hávaðanum. Barnið hreyfist nú mikið og er farið að sparka og kýla í magann. Nokkuð öruggt er að móðirin finnur nú fyrir hreyfingum barnsins hafi hún ekki fundið þær nú þegar. Vöðvar við lungu þroskast frekar sem síðar eru notaðir við öndun. Litlu holrúmin sem verða að lungum þroskast nú með meiri hraða en áður. Barnið er nú um 20 cm langt og 250 grömm.

Myndir

 

Lengd og þyngd fósturs