Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Næstu 3 mánuði mun barnið vaxa og vaxa. Flest kerfi líkamans eru komin í gang og þurfa nú aðeins að þroskast og stækka. Líffæri eru einnig orðin þroskuð á þessum tíma. Hjartsláttur barnsins er nú tvöfaldur á við þinn. Hendur halda áfram að þroskast og getur barnið nú beygt fingur og kreppt hnefann. Í þessari viku tvöfaldar barnið stærð sína. Barnið er nú 14 cm langt og 110 grömm.