Forsíða Meðganga Nöfn Öryggi barnsins

Meðganga

Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.



Fósturþroski

1 2 3 4 5 6 7  8  9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38
 

Vika 8

Fram til þessa hefur grind barnsins verið gerð að mestu úr brjóski. Frá og með 47 degi meðgöngunnar byrja fyrstu beinfrumur að myndast í grindinni og koma í stað brjósksins. Bein í höndum og fótum byrja að harðna og liðamót myndast. Andlit og kjálki myndast en tennur og andlitsvöðvar eru enn á frumstigi. Öll mikilvægustu líffærin eru komin á sinn stað - hjarta, lungu, heili, innyfli. Hins vegar eru þau enn óþroskuð og munu þroskast meira. Kynfæra byrja að myndast þegar hér er komið við sögu og fóstrið er farið að líkjast manneskju hvað formið varðar. Fóstrið er hér um 3 cm langt og 3 grömm.

Myndir

 

Lengd og þyngd fósturs