Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni. Meðal þess helsta er nákvæmt yfirlit yfir þroskaferli fósturs, myndir af fóstrinu á hverju stigi ferlisins, gröf yfir meðallengd og þyngd þess o.fl. Við hvetjum gesti til að fylgjast vel með þar sem margar nýjungar eru væntanlegar.
Barnið byrjar í þessari viku að framleiða hvít blóðkorn sem síðar hjálpa því að berjast við sjúkdóma, sýkingar og aðrar óværur. Barnið bregst við áreiti úr umhverfinu á borð við rödd fólks og strokum á maga og öðrum slíku. Húð barnsins fer að þykkjast talsvert en fitufrumur eru ekki enn komnar í húðina svo hún er enn hálfgegnsæ á að líta. Augnabrúnir og augnhár hafa einnig byrjað að vaxa. Barnið er núna um 26 cm langt og 500 grömm.